
Clipper te
Clipper býður upp á mikið úrval af hollum, bragðgóðum og ljúffengum teum. Jurtate, grænt te, hvítt te og svart te. Bæði er um að ræða te þar sem aðeins er ein tejurt og einnig ýmsar góðar blöndur af tejurtum og einnig blöndur með ávöxtum.
Jurtate er te sem ekki inniheldur koffein og hentar því fólki á öllum aldri ekki síst börnunum.
Um Lífrænu Tein frá Clipper
Redbush - Rauðrunnate
Rauðrunnate er bragðmilt og inniheldur mikið af steinefnum m.a. járn. Það inniheldur einnig C-vítamín og er því sérstaklega gott fyrir járnbúskapinn. Það er svo milt að það má gefa það ungabörnum og hjá þeim getur það dregið úr magakrampa, því það er vöðva-slakandi. Rauðrunnate hefur verið mikið rannsakað og það gerir margt gott. Það er m.a. mjög andoxandi.
Liquirice - Lakkrísrót
Lakkrísrótin er þekkt læknigajurt. Hún inniheldur flavoníða sem eru góðir fyrir maga og meltingu
Lakkrísrótin gefur mjög sætt bragð og er hægt að nota hana með öðrum teum til að fá sætt bragð án sykurs. Notuð í hófi fyrir þá sem hafa háan blóðþrýsting.
Fennel - fennelfræ
Fennel er gott fyrir meltinguna. Það hjálpar líkamanum að melta matinn og losar um loft. Gott að gefa ungabörnum við vindverkjum. Þá þarf aðeins að gefa smávegis úr teskeið. Bragðgott te sem hefur keim af lakkrísbragði
Dandelion - Fíflablöð
Fíflablöðin eru talin sérstaklega holl og alment styrkjandi fyrir líkamann. Fíflablaðate er vatnslosandi
Camilla - Kamilla
Kamillilluteið er úr kamillublómum. Kamillan er græðandi og róandi fyrir meltingarveginn og hún er einnig góð að drekka fyrir svefninn.
Nettle - Brenninetla
Brenninetlan er þekkt lækningajurt og inniheldur ýmis góð steinefni og vítamín. Hún inniheldur töluvert af járni.
Peppermint – Piparmynta
Piparmyntute er mjög ferskt á bragðið og er vekjandi. Það er einnig milt vatnslosandi
Wild berry - Villt ber
Inniheldur honeybush, ananas, hibiscus og bláber
Orange coconut - Appelsínu kókos
Inniheldur honeybush, ananas, appelsínuhýði og kókos.
Red fruits – Rauð ber
Inniheldur honeybush, ananas, ylliber, hibiscus og brómber.
Honeybush er skylt rauðrunna og hefur lík áhrif
Almennt um jurtate
Laufte er best að drekka á morgnana og fyrri part dags því þau eru vekjandi. Blómate eru best á kvöldin því þau eru róandi og slakandi.
Grænt te - inniheldur koffein
Grænt te er mjög andoxandi og hressandi. Það styrkir ónæmiskerfið
Grænt te er bæði til í pokum og í lausu Það inniheldur koffein, og er hollara en svart te
Grænt te – fair trade.
Grænt te með aloa vera - Inniheldur grænt te, náttúrulegt sítrónubragðefni 5% og aloa vera 1%.
Grænt te chai
Hvítt te - inniheldur einnig koffein en minna en grænt te
Hvítt te er það nýjasta hér á vesturlöndum í tei, en hefur lengi verið þekkt í Kína eða í meira en 1500 ár. Það er þrisvar sinnum öflugra en grænt te hvað varðar andoxunaráhrif þess. Það styrkir ónæmiskerfi líkamans og hamlar sýkingum. Einnig hefur það hreinsandi áhrif.
Hvítt te með engifer - Inniheldur 20% af engifer, en engifer gefur ferskt bragð og hegfur hreinsandi áhrif.
Hvítt te með appelsínu– ferskt appelsínubragð
Hvítt te með kanel – með ljúffengu kanelbragði
Hvítt te með sólberjum – með ljúffengu sólberjabragði
Rauðrunnate - Rooibos teið sem allir elska
Rauðrunnate hentar fólki á öllum aldri frá ungabörnum til eldra fólks. Það er steinefnaríkt og bragðgott - það er koffeinlaust eins og jurtatein og inniheldur mjög mikið af andoxunarefnum. Það er mjög milt og sérlega gott eins og það er, en einnig sérlega gott með mjólk og hunangi, með ávaxtasafa út í eða hvernig sem fólki dettur í hug að blanda því.
Clipper býður upp á rauðrunnate og honeybush te sem er mjög skylt rauðrunnateinu og hefur svipuð áhrif og bragð.
Tweet