Holle - Lífrænn barnamatur

Góð næring fyrir barnið þitt úr fyrsta flokks lífrænt ræktuðum demeter afurðum

Hvað er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að því að velja hollan og góðan mat fyrir barnið sitt?  Það er að maturinn innihaldi öll þau mikilvægu næringarefni sem barnið þarf til að vaxa og þroskast.  Maturinn þarf líka að vera hreinn og ómengaður. 

Besta næringin fyrir lítið barn eftir fæðinguna er móðurmjólkin og ekkert er betra en hún, en í sumum tilfellum er hún ekki fyrir hendi og þá skiptir máli að hafa góðan valkost.  

Holle býður upp á þurrmjólkurduft sem er unnið úr lífrænni mjólk sem kemur frá kúm sem nærast eingöngu á lífrænt ræktuðu, demeter vottuðu grasi og jurtum og ganga lausar allt árið. Holle býður einnig þurrmjólk úr geitamjólk, en sum börn þola hana þó þau þoli ekki kúamjólk. Þegar barnið þarf að fá meiri næringu en mjólk, en það er frá 4 - 6 mánaða aldri, þá er gott að byrja á mjúkri fæðu eins og þunnum grautum og maukuðu grænmeti og ávöxum.  

Holle býður þá upp á úrval af grænmetis- og ávaxtamauki sem er unnið úr fyrsta flokks lífrænt ræktuðum demeter afurðum.  Það sem er mikilvægt í upphafi er að gefa barninu aðeins smávegis að smakka og jafnvel blanda aðeins með vatni. Það er líka mjög gott að byrja á ávaxtasöfum og blanda þá að minnsta kosti til helminga með vatni.  Það verður að athuga að bragðlaukar barnsins eru miklu næmari en hjá fullorðnum.  Það sem er líka gott er að venja barnið á að drekka mild jurtate og eru þá kamilla og fennel góður kostur til að byrja með.  Af ávöxtum er best að byrja á eplamauki og af grænmeti er best að byrja á gulrótamauki, aðeins smá smakk fyrstu dagana.  Gulræturnar eru sérlega mikilvæg næring fyrir barnið og mikilvægt að venja barnið á að borða þær. Epli eru líka mjög mikilvæg í barnamatnum. Mikilvæg regla í barnamat er að gefa aðeins eina nýja tegund í einu í nokkra daga.  Það er bæði til að venja barnið á bragðið og til að sjá hvort barnið þolir vel þá afurð.  Eftir það má auka fjölbreytnina og Holle býður upp á margar tegundir. 

Holle býður upp á nokkrar tegundir af korngrautum.  Best er að byrja að venja barnið á korngrauta eftir sex mánaða aldur, en þó má byrja fyrr ef barnið er ekki á brjósti eða ef það kallar á meiri næringu.  Best er að byrja á glútenlausum grautum, t.d rísgraut.  En ef hann er of stemmandi fyrir barnið er maísgrautur eða hirsigrautur líka góður.  Maís og hirsi inniheldur ekki glúten.  Síðan er hægt að bæta við fleiri tegundum eins og t.d. hafragraut, en hann er losandi.

Holle barnagrautarnir eru unnir úr heilu lífrænt ræktuðu demeter korni sem er malað í steinkvörn á sérstakan mildan hátt til að varðveita öll mikilvægu næringarefni kornsins. Það er mjög mikilvægt að börn fái grauta úr heilu korni því öll helstu steinefnin og snefilefnin eru í ysta hýðinu. Korntegundirnar innihalda líka allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar og eru því góður próteingjafi.  En til þess að ná þessum efnum úr hýðinu og öll næringarefni kornsins nýtist barninu og líkaminn geti tekið þau til sín þá er vinnsluferlið mikilvægt og leggur Holle því sérstaka áherslu á það.  Það þarf að virkja ákveðið ensím sem er í korninu til þess að brjóta niður fitusýruna sem bindur stein- og snefilefnin.  Þegar það er gert á réttan hátt þá getur líkami barnins unnið öll mikilvægu næringarefnin úr korninu.                                                

Greinin skrifaði Hildur Guðmundsdóttir