Kókoshnetuolía - best geymda leyndarmálið?

Kókoshnetuolía er eitt best geymda leyndarmál eldhússins. 

Hana má nota á ótalmarga vegu eins og sjá má hér:

Einstök næring fyrir húð og hár

Hrein, lífræn kaldpressuð jómfrúar-kókoshnetuolía (kókosolía) er ein ódýrasta og öflugasta húð- og hárvara sem þú getur fengið. Hún er leyndardómurinn á bak við glansandi og fallegt hár filippseyskra kvenna og bjarta og ferska húð þeirra.

Olíuna má nota á ótal marga vegu. Hún er einstaklega mýkjandi sem áburður á líkamann og góð á þurrkubletti, exem og psoriasis. Hún er frábær húðnæring fyrir ungabörn og gegn slitum fyrir barnshafandi konur.

Kókoshnetuolía er einnig upplögð í baðið til mýkingar t.d. ásamt uppáhalds ilmkjarnaolíunni þinni. Þá er hún einnig góð til að hreinsa af farða og vegna sótthreinsandi og bakteríudrepandi eiginleika sinna er hún upplögð á lítil sár og skeinur, í fótabaðið gegn fótasvepp og sem krem við sveppasýkingu (candida) bæði innvortis og útvortis.

Gott er að nudda kókoshnetuolíu í þurran hársvörð og gegn flösu og hún er frábær djúpnæring fyrir þurrt og illa farið hár. Þá er hún borin í hárið og látin vera í 20 mínútur. Hárið er svo þvegið og verður silkimjúkt og fallegt á eftir.

Í vörulínu Himneskrar Hollustu færðu tvær gerðir af kókoshnetuolíu, báðar 100% lífrænar og á afar góðu verði. 

Kókoshnetuolía, kaldpressuð 500ml

Upplögð í þeytinginn, grautinn, baksturinn, til að smyrja bökunarform, te og kaffi, til inntöku ein og sér og næring fyrir húð og hár.

Kókoshnetuolía, bragð og lyktarlaus 500ml

Upplögð þegar kókosbragðs er ekki óskað, til steikingar á kjöti, fiski og grænmeti, til að poppa popp, til að smyrja bökunarform, út í te og kaffi.