Icepharma kaupir Yggdrasil

Gengið hefur verið frá kaupum Icepharma hf. á öllu hlutafé í Yggdrasil ehf.  Seljendur eru Auður I fagfjárfestasjóður og Eignarhaldsfélagið Lifandi ehf.  Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Yggdrasill ehf. var stofnað árið 1986 og er leiðandi heildsölufyrirtæki í innflutningi og sölu á lífrænum vörum og heilsuvörum. Helstu vörumerki félagsins eru NOW fæðubótarefni, matvörur undir merki Himneskrar Hollustu, Isola jurtamjólk, Nakd hrábarir m.m.

Icepharma hf. er leiðandi fyrirtæki á heilbrigðismarkaði og hefur sérhæft sig í innflutningi á lyfjum, tækjum og búnaði fyrir heilbrigðiskerfið auk innflutnings á heilsu- og íþróttavörum.  Má þar nefna vítamínin Hollusta heimilisins, lífræna barnamatinn frá HiPP, snyrtivörurnar frá Burt‘s Bees auk þess að vera umboðsaðili fyrir íþróttavörur frá NIKE og Speedo.

„Starfsemi Yggdrasils fellur vel að starfsemi Icepharma enda höfum við trú á því að aukin áhersla verði á heilbrigðan lífsstíl á næstu árum og þá ekki síst með áherslu á þær fæðutegundir sem við neytum.  Hjá Yggdrasil hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf sem við eigum eftir að njóta góðs af“ segir Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.

 

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Guðmundsdóttir,  forstjóri Icepharma hf.   gsm 821 8002