
Sjúklega góð súkkulaði döðlukaka!
Súkkulaði kaka sem má ekki fara fram hjá þér :) Hún er ekki bara ljúffeng heldur einnig án viðbætts sykurs!
Uppskrift
200 g 75% súkkulaði frá Naturata
130 g döðlur frá Himneskri Hollustu
180 g kaldpressuð kókosolía frá Himneskri Hollustu
30 g kókoshveiti frá Dr. Goerg
4 hamingjusöm egg
1/2 tsk vanilla
1/2 sjávarsalt
Hitið ofninn í 190°C. Notið 22 cm smelluform. Brjótið súkkulaðið í sæmilega stóran pott og setjið á millihita. Skerið döðlurnar gróft og setjið ásamt súkkulaðinu og kókosolíunni í pottinn. Velgjið þetta varlega saman í um 2-3 mínútur og gætið vel að hitanum (lágan hita). Maukið þetta allt saman með töfrasprota og eggin með sem og vanillu og sjávarsalt. Setjið í formið og bakið svo í um 18-20 mínútur. Betra að baka minna en meira.
Njótið!