Himnesk Hollusta


 

Hráar heslihnetur

Hnetur eru einstök fæða enda ríkar af próteini, trefjum, góðri fitu og andoxunarefnum. Heslihnetur innihalda sérstaklega mikið magn af E vítamíni og góðri fitu.

 

Steinlausar döðlur

Einstaklega góðar fyrir meltinguna. Afar trefja- og kalkríkar, innihalda góða fitu og fjölmörg vítamín og steinefni. Upplögð sæta í staðinn fyrir sykur og síróp.

 

 

Rúsínur

Afar járnríkar og góðar fyrir meltinguna. Orkuríkar og auðugar af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

 

Kókosflögur og ristaðar kókosflögur

Orku- og trefjaríkar, auðmeltanlegar og ríkar af fitusýrum, vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

 

Þurrkaðar apríkósur

Afar járnríkar og góðar fyrir meltinguna. Orkuríkar og auðugar af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

 

Hreint múslí

Sykurlaus, bragðgóð og næringarrík kornflögu- og fræblanda sem stuðlar að góðri meltingu. Prótein- og trefjaríkt og auðugt af vítamínum, steinefnum og góðum olíum.

 

 

Stökkt spelt múslí

Lúxusblanda af stökkum speltflögum, ávöxtum og fræjum. Stuðlar að góðri meltingu og vellíðan enda ríkt af trefjum, vítamínum, steinefnum og góðum olíum.

 

Stökkt epla og kanil haframúslí

Lúfeng blanda af stökkum höfrum, eplum, hunangi og kanil sem stuðlar að góðri meltingu og vellíðan, enda bæði trefja- og næringarríkt.

 

Fínar hafraflögur

Orku- og næringarríkar og innihalda mikið magn trefja sem eru mikilvægar fyrir meltinguna og hjálpa til við að viðhalda jafnvægi á blóðsykri og lækka kólesteról.

*Hollar og góðar í grautinn, þeytinginn og baksturinn þurrkuðum ávöxtum, fræjum og kókosflögum.

Hafragrautur: Setjið 50g af höfrum og 350ml af vatni eða mjólk/rísmjólk í pott ásamt örlitlu sjávarsalti og sjóðið í 4-5 mínútur - hrærið af og til.

 

 

Grófar hafraflögur

Orku- og næringarríkar og innihalda mikið magn trefja sem eru mikilvægar fyrir meltinguna og hjálpa til við að viðhalda jafnvægi á blóðsykri og lækka kólesteról.

*Hollar og góðar í grautinn, þeytinginn og baksturinn ásamt þurrkuðum ávöxtum, fræjum og kókosflögum.

Hafragrautur: Setjið 50g af höfrum og 350ml af vatni eða mjólk/rísmjólk í pott ásamt örlitlu sjávarsalti og sjóðið í 4-5 mínútur - hrærið af og til.

 

Kaldpressuð Jómfrúar Kókoshnetuolía

Einstaklega næringarrík og upplögð í hráfæðið, þeytinginn, grautinn, baksturinn, til inntöku og á kroppinn.

Ber ljúfan kókoskeim og -lykt. Eykur upptöku á nýtingu á omega 3 og 6 fitusýrum, bætir meltingu, örvar brennslu, styrkir ónæmiskerfið, græðandi, sótthreinsandi, góð fyrir lið, húð og hár.

 

Bragð og lyktarlaus Kókoshnetuolía

Tilvalin til steikingar á kjöti, fiski og grænmeti, í almenna matargerð og til að poppa popp.

Inniheldur holla fitu með háu hlutfalli af lárinsýru, kólesterólsnauð, þolir hita sérstaklega vel, enda ónæm fyrir oxun og heldur fitusýrum stöðugum upp að 200°C.

 

Reyrsykur (hrásykur)

Betri kostur í bakstur og matargerð. Reyrsykur (hrásykur) er óbleiktur og ekki eins mikið hreinsaður og hvítur sykur - því dekkri því minna hreinsaður. Hann inniheldur því steinefni, snefilefni og B-vítamín.  

 

Fínmalað Spelt, Grófmalað Spelt, Heilhveiti

 

Fínmalað Spelt: Hágæða ítalskt spelt sem er tilvalið í allan bakstur þar sem notast er við fínmalað mjöl. Til að auka næringargildi er upplagt að blanda til helminga við grófmalað spelt. Margir sem þola illa glúten eða hveiti geta notað spelt og telja það fara betur í maga.

Grófmalað Spelt: Hágæða ítalskt spelt sem er tilvalið í brauðin, pizzuna og annan bakstur. Grófmalað spelt er trefjaríkt og inniheldur mörg mikilvæg steinefni og vítamín. Margir sem þola illa glúten eða hveiti geta notað spelt og telja það fara betur í maga.

Heilhveiti: Næringarríkt og bragðgott í brauðið og annan bakstur. Inniheldur alla hluta kornsins. Klíðið og kímið innihalda mest af næringarefnum en fræhvítan fyrst og fremst sterkju og prótein en hún er uppistaðan í hvítu hveiti.

 

 

 

 

 

Kaldpressuð Extra Jómfrúar Ólífuolía

Hágæða ólífuolía úr 100% sérvöldum ítölskum ólífum. Sýrustig <0,8%. Hitaþol 190°C.

Auðug af vítamínum og andoxunarefnum. Hefur hátt hlutfall lífsnauðsynlegra fitusýra sem eru mikilvægar fyrir heila-, tauga-, hjarta-, æða- og meltingakerfið, húð, hár, augu og neglur.

 

 

Löng hýðishrísgrjón

 

Hýðishrísgrjón eru orkurík og hafa góð áhrif á meltinguna. Þau innihalda flókin kolvetni auk ríkulegs magns af trefjum, vítamínum og steinefnum.

*Hollt og gott meðlæti, í grjónagraut, heita og kalda rétti.

 

Hvítar baunir, Grænar baunir, Kjúklingabaunir

Hvítar baunir: Hágæða ítalskar baunir. Upplagðar í buff, rísottó, súpur, salöt, chili og aðra pott- og pönnurétti. Trefja- og próteinríkar og einnig af fólinsýru, A,  C og K vítmínum, járni, magnesíumi, kalíumi og andoxunarefnum. Kólestról- og fitulausar.

Grænar baunir: Einstaklega bragðgóðar, hágæða ítalskar grænar baunir. Trefja- og próteinríkar og einnig af fólinsýru, A,  C og K vítamínum, járni, magnesíumi og andoxunarefnum. Kólestról- og fitulausar.

Kjúklingabaunir: Hágæða ítalskar kjúklingabaunir, tilvaldar í hummus, súpur, salöt, pönnu- og pottrétti. Eru í raun fræ, en oftast flokkaðar með baunum. Án kólesteróls og auðugar af trefjum, próteini, járni og fólinsýru.

 

 

 

Heilhveiti Penne, Spelt Penne

Heilhveiti Penne: Inniheldur alla hluta kornsins. Klíðið og kímið innihalda mest af næringarefnum en fræhvítan fyrst og fremst sterkju og prótein.

*Þurrkað við lágt hitastig yfir langan tíma til að varðveita mikilvæg næringarefni og fullkomna bragðið.

Spelt Penne: Trefja- og næringarríkt og inniheldur fjölmörg mikilvæg vítamín og steinefni. Margir sem þola illa glúten eða hveiti geta notað spelt og finnst það fara betur í maga. 

*Þurrkað við lágt hitastig yfir langan tíma til að varðveita mikilvæg næringarefni og fullkomna bragðið. Spelt Penne:

 

Heilhveiti Spagettí

Þurrkað við lágt hitastig yfir langan tíma til að varðveita mikilvæg næringarefni og fullkomna bragðið. Inniheldur alla hluta kornsins. Klíðið og kímið innihalda mest af næringarefnum en fræhvítan fyrst og fremst sterkju og prótein.

 

 

 

 

Spelt Spagettí

Þurrkað við lágt hitastig yfir langan tíma til að varðveita mikilvæg næringarefni og fullkomna bragðið. Trefja- og næringarríkt og inniheldur fjölmörg mikilvæg vítamín og steinefni. Margir sem þola illa glúten eða hveiti geta notað spelt og finnst það fara betur í maga.

 

 

Tómatsósa

Úr bragðmiklum, þroskuðum tómötum, sætt lítillega með reyrsykri og hlynsírópi og fullkomnuð með kryddjurtum.

*Ljúffengur og hollari kostur með mat og í matargerð.

 

 

Tómatpúrra

Ekta ítölsk tómatpúrra úr þroskuðum ítölskum tómötum.

*Gefur sósum, súpum, pönnu- og pottréttum kraftmikið tómatbragð.

 

Grænmetiskraftur

Úr ekta grænmeti og kryddjurtum. Gerlaus, glútenlaus og án allra aukaefna eins og MSG.

*Hollari grunnur í súpur og sósur.

Basilíka: Basil

Klassískt í ítalska matargerð s.s. tómat- og pastarétti og á pizzuna. Einnig gott í grænmetisrétti, súpur, salöt, kryddsmjör, paté, hrísgrjóna-, fisk-, lamba-, kálfakjöts- og kjúklingarétti.

Hefur verið notuð við magakrampa, uppsölu, hita, kvefi, innflúensu, hósta, tíðarverkjum og til að draga úr magasýru. Sem áburður hefur hún verið talin nýtileg við flugnabiti og olía úr jurtin...ni meðal annars verið notuð í ilmvötn og til að draga úr höfðuverki.

 

Broddkúmen: Cumin

Eitt mest notaða kryddið á Indlandi þar sem það er notað í vel flestar karrýblöndur og nánast ómissandi í tandoorirétti. Einnig mikilvægt í mexíkóskri og norður-afrískri matargerð. Víða er það ristað eitt og sér eða ásamt kóríander og stráð yfir rétti. Á vesturlöndum er það mikið notað til að bragðbæta hollenska og franska osta.

Broddkúmen er íslenska heitið yfir kryddið, cumin. Algengur misskilningur er að kryddið eigi eitthvað skylt við kúmen en þó fræ þeirra séu svipuð útlits er bragðið ólíkt. Borddkúmen er bragðmikið og verður að nota varlega til að forðast að það verði yfirgnæfandi.
 

Chilipipar: Chili powder

Mikið notað í mexíkóska matargerð og ómissandi í Chili Con Carne. Einnig vinsælt í austurlenska rétti og almennt þar sem leitað er eftir sterku bragði s.s. í kartöflu-, egg- og hrísgrjónarétti, súpur og sósur. Algengt er að blanda því saman við karrý í ýmsum pönnu- og pottréttum.

Chilipipar er bragðsterkt afbrigði af rauðum pipar. Afar vinsælt í matargerð í Mið- og Suður...-Ameríku en þar er þess neytt í miklu magni. Notkun þess er takmarkaðri í vestrænni matreiðslu vegna styrkleika. C- vítamínríkt og talið hafa góð áhrif á meltinguna.
Engifer: Ginger

Vinsælt í austurlenskri, arabískri og norður-afrískri matargerð s.s. í súpur, sósur, grænmetis-, kartöflu-, fisk- og kjötrétti. Einnig upplagt í bakstur s.s. brauð, kökur og sæta ábætisrétti.

Eitt elsta og þekktasta krydd mannkynsins og hefur verið notað sem krydd og lyf í þúsundir ára. Hefur meðal annars verið talið gott við flensu og  

 
 
Garðablóðberg: Timian

Afar gott á lambakjötið og í nauta-, svína- og fuglarétti, bæði alifugla og villibráð. Á einnig vel við í súpur, grænmetis-, tómat-, kartöflu- og fiskrétti.

Ilmríkt og vinsælt í evrópskri matargerð og við hunangsframleiðslu. Víða í miklu áliti til lækninga og hafa sótthreinsandi eiginleikar þess verið nýttir í gegnum aldir. Þá hefur tíðkast að nota te af jurtinni gegn blóðs...júkdómum, bronkítis og iðrakveisu.

Kanill: Cinnamon

Yfir grautinn, í þeytinginn, baksturinn og sæta eftirrétti, s.s. kökur og ávaxtarétti. Einnig vinsælt í austurlenska og arabíska matargerð s.s. lambakjöts-, kjúklinga- og hrísgrjónarétti.

Er talinn hafa hreinsandi eiginleika, góð áhrif á meltinguna og vera blóðsykursjafnandi. Ríkur af A- vítamíni, steinefnum og andoxunarefnum. Iðulega blandað saman við verkjastillandi smyrsl þar... sem hann virkar örvandi á aðrar jurtir og líkamann. Talinn hafa góð áhrif á hormónakerfið.

Karrý: Curry

Notað í kjöt-, fisk-, kjúklinga-, grænmetis- og hrísgrjónarétti, súpur, heitar og kaldar sósur. Í indveskri matargerð er vinsælt að blanda því saman við kókósmjólk eða jógúrt og má þannig galdra fram einfalda austurlenska sósu. Mikið notað með Chili og Cayenne pipar sem ráða yfirleitt bragðstyrk karrýrétta.

Orðið karrý er suður-indverskt og merkir sósa. Karrý er samheiti yfir margar... kryddblöndur sem eiga rætur sínar að rekja til matargerðar á Indlandi. Mest hefur það verið notað í indveskri, taílenskri og indóneskri matreiðslu en er orðið hluti af matargerð um allan heim.

Kóríander: Coriander

Á mjög vel við með nautakjöti og villibráð, algengt í ostarétti, súpr, sósur, grænmetis- og fiskrétti. Einnig gott í sæta ábætisrétti. Víðast hvar talið ómissandi í karrýblöndur og er ein algengasta kryddjurtin í mexíkóskri og austurlenskri matargerð.

Hefur sætan ilm með örlitlum sítrónu/appelsínukeim. Notkun þess í matreiðslu og til lækninga má rekja aftur um árþúsundir á I...ndlandi og Kína. Ríkt af C- vítamíni, er talið gott fyrir meltinguna og hreinsandi fyrir líkamann.

Kryddmæra: Marjoram

Gott á kjöt og villibráð. Upplagt í pott- og pastarétti, brauðbakstur og í jurtate. Á vel við í eggjakökur, heita ostarétti, á steiktan fisk, soðið grænmeti og hrásalat.
Náskyld og keimlík oreganó en bragðmildari. Þolir illa og missir bragð við suðu og ætti því að fara út í réttinn við lok eldunar. Talin gangast vel við atma og höfuðverk.